Starfsskilyrði loðdýraræktar

Þriðjudaginn 27. apríl 2004, kl. 15:49:10 (6858)

2004-04-27 15:49:10# 130. lþ. 104.7 fundur 763. mál: #A starfsskilyrði loðdýraræktar# fsp. (til munnl.) frá landbrh., DrH
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 130. lþ.

[15:49]

Drífa Hjartardóttir:

Herra forseti. Loðdýrabúum hefur fækkað afar mikið undanfarin ár og þau eru aðeins 35 eftir í landinu í dag. Ég tel að þau bú sem eru starfandi séu rekin af fullri alvöru og að mjög sé vandað til allra vinnubragða í dag. Það kom fram hjá hv. þm. Jóni Bjarnasyni að gjaldeyristekjur af loðdýraræktinni eru 400 millj. kr. á ári. Nú þrengir mjög að greininni í Evrópu þannig að menn telja jafnvel að loðdýraræktin geti orðið miklu mikilvægari atvinnugrein hér á landi. Ég átti þess kost á síðasta ári að fara til Noregs og skoða þar fóðurverksmiðju sem notar sláturúrgang. Norðmenn niðurgreiða flutningskostnaðinn til loðdýrabúa sinna. Ég tel mjög mikilvægt að hugað sé að því sem umhverfismáli líka hvernig við förum með úrganginn, að í stað þess að urða hann að nýta hann í loðdýrafóður.