Flutningur hættulegra efna um Hvalfjarðargöng

Þriðjudaginn 27. apríl 2004, kl. 17:56:10 (6914)

2004-04-27 17:56:10# 130. lþ. 104.15 fundur 938. mál: #A flutningur hættulegra efna um Hvalfjarðargöng# fsp. (til munnl.) frá samgrh., SigurjÞ
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 130. lþ.

[17:56]

Sigurjón Þórðarson:

Herra forseti. Ég vil byrja á að þakka fyrirspyrjanda fyrir að hreyfa mjög mikilvægu máli. Hæstv. ráðherra nefnir að hann ætli að fara að endurmeta reglurnar sem gilda um þessa flutninga. Ég held að full þörf sé á því. En fróðlegt væri að heyra hvað hann hefur til grundvallar. Eru það erlendir staðlar?

Nú vitum við að slys sem verða í svona göngum geta orðið mjög hræðileg og þess vegna er eins gott að hafa allan varann á og hafa mjög strangar reglur um alla flutninga um þessi göng.