Eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra

Miðvikudaginn 28. apríl 2004, kl. 15:59:14 (6985)

2004-04-28 15:59:14# 130. lþ. 105.1 fundur 509#B eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra# (munnl. skýrsla), samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur, 130. lþ.

[15:59]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ekki veit ég hvaðan hv. þm. hefur þær upplýsingar að sú ágæta útvarpsstöð á Skagaströnd sé í einhverri hættu. Það er fjarri öllu lagi. Hv. þm. misskilur hlutina gjörsamlega og gerir það væntanlega viljandi. Við erum að fjalla um skýrslu sem byggir undir það frv. sem liggur fyrir og gengur út á að tryggja eðlilegt samkeppnisumhverfi þannig að markaðsráðandi fyrirtæki ráði ekki lögum og lofum á fjölmiðlamarkaði. Það á ekkert skylt við að við bætum möguleika á útsendingum með stafrænni tækni. Það er alger grundvallarmisskilningur. Við auðveldum fyrirtækjunum fyrst og fremst reksturinn og gerum hann hagkvæmari með því að taka upp stafræna útvarps- og sjónvarpstækni, en það er fjarri öllu lagi að það tengist með einhverjum hætti takmörkunum í útvarps- og sjónvarpsrekstri að öðru leyti.

Það er mjög athyglisvert ef Samf., eins og mér fannst á hv. þm. Jóhanni Ársælssyni, hugsaði gott til glóðarinnar að menn gætu bara flutt til annarra landa, á einhverjar breskar eyjar væntanlega, til þess að komast undan íslenskri löggjöf. Er það svo? (Gripið fram í: Bahamas.)