Eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra

Miðvikudaginn 28. apríl 2004, kl. 16:25:55 (6992)

2004-04-28 16:25:55# 130. lþ. 105.1 fundur 509#B eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra# (munnl. skýrsla), MS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur, 130. lþ.

[16:25]

Magnús Stefánsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þm. Mörður Árnason og reyndar fleiri sem hafa rætt hér málin af hálfu Samf. hafa rætt um skýrslu sem kom út árið 1996. Sú skýrsla fjallaði um Ríkisútvarpið, stöðu þess á fjölmiðlamarkaði og var þar lítillega komið inn á eignarhald á fjölmiðlum. Það sem rekur mig í andsvar við hv. þingmann er að ég vil leiðrétta í máli hans það sem hann sagði um að Páll Magnússon, aðstoðarmaður iðn.- og viðskrh., hefði átt sæti í nefndinni. Það er bara ekki rétt því að Páll Magnússon sem sat í þessari nefnd var þáverandi sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 og starfar nú hjá Norðurljósum. Bara að þetta komi fram hér sem leiðrétting.