Eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra

Miðvikudaginn 28. apríl 2004, kl. 18:18:30 (7008)

2004-04-28 18:18:30# 130. lþ. 105.1 fundur 509#B eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra# (munnl. skýrsla), JBjart (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur, 130. lþ.

[18:18]

Jónína Bjartmarz (andsvar):

Frú forseti. Í þeirri skýrslu sem er hér til umræðu er bent á fjölmargar leiðir. Sýnt er fram á ýmsa möguleika sem eiga að vera til þess að tryggja þá menningarlegu fjölbreytni sem er stóra markmiðið, sem og lýðræðislega umræðu.

Hv. þm. Össur Skarphéðinsson spyr varðandi það að tryggja sjálfstæði fjölmiðlamanna og sjálfstæði ritstjórna gagnvart eigendum o.s.frv. hvort ég telji það nægjanlegt. Ég tel það ekki nægjanlegt í sjálfu sér en ég hef tekið undir ágætisþingmál frá Samf. sem miðar að þessu. Ég held að hvort tveggja þurfi að koma til, að annað komi ekki í staðinn fyrir hitt.

Menn hafa gagnrýnt hér að þrátt fyrir ýmsar ábendingar í skýrslunni eigi að presentera frv. sem sé eingöngu miðað við það að setja lög sem takmarki eignarhaldið á fjölmiðlunum. Það er ekkert sem útilokar, ef við lesum skýrsluna, að einhverjar aðrar aðgerðir komi í framhaldinu.