Eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra

Miðvikudaginn 28. apríl 2004, kl. 21:44:31 (7051)

2004-04-28 21:44:31# 130. lþ. 105.1 fundur 509#B eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra# (munnl. skýrsla), BH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur, 130. lþ.

[21:44]

Bryndís Hlöðversdóttir (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég heyrði ekki hv. þm. lýsa yfir beinum stuðningi við það frv. sem hæstv. ríkisstjórn hefur samið á grundvelli álits nefndarinnar. Ég heyrði hann hins vegar taka það mjög skýrt fram að hann væri á móti óþörfum afskiptum og hömlum í viðskiptalífinu. Við höfum svo sem heyrt þá skoðun hv. þm. áður í þessum sal. Þess vegna hlýt ég að spyrja hv. þm.: Telur hann það virkilega ekki óþarfa afskipti af viðskiptalífinu að banna markaðsráðandi fyrirtækjum með öllu fjárfestingar í ljósvakamiðlum sama hversu lítill sá hlutur er? Telur hv. þm. að þetta sé rétt að gera og telur hann þetta nauðsynleg afskipti af atvinnulífinu eins og staðan er í dag?