Eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra

Miðvikudaginn 28. apríl 2004, kl. 21:49:49 (7058)

2004-04-28 21:49:49# 130. lþ. 105.1 fundur 509#B eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra# (munnl. skýrsla), PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur, 130. lþ.

[21:49]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Frú forseti. Ég var búinn að svara þessu líka rétt áðan í andsvari. Það er undarlegt að fá sömu spurninguna aftur og aftur. Ég var búinn að segja það. (Gripið fram í: ... skýrslunni, fyrirgefðu.) Ég er sem sagt á móti því að ríkið standi í fjölmiðlarekstri og mér sýnist einmitt að sú lagasetning sem við munum væntanlega ræða eftir nokkra daga muni gera það kleift.

Einu andmælin gegn einkavæðingu Ríkisútvarpsins sem er mál sem ég flutti komu frá Samf. sem þá væntanlega stendur sem einn maður á bak við þau andmæli. Þar er alltaf ein sál og ein meining. Andmælin vörðuðu það að Stöð 2 mundi gleypa Ríkisútvarpið ef það yrði einkavætt. Nú er sú hætta ekki lengur til staðar og þá sýnist mér að við getum selt það.