Eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra

Miðvikudaginn 28. apríl 2004, kl. 21:50:58 (7059)

2004-04-28 21:50:58# 130. lþ. 105.1 fundur 509#B eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra# (munnl. skýrsla), JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur, 130. lþ.

[21:50]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Á bls. 87 í þessari skýrslu er talað um nokkra möguleika til að beita banni við eignarhaldi á fjölmiðlum. Ég spyr hv. þingmann hvort hann telji að á grundvelli þess sem í skýrslunni stendur sé hægt að draga þá ályktun að til greina komi að banna öllum sem eiga fjármuni í öðrum rekstri að taka þátt í því að reka fjölmiðla, þ.e. að þeir verði að vera eingöngu í fjölmiðlarekstri ef þeir eigi að taka þátt á annað borð í fjölmiðlun á Íslandi. Finnst honum þetta þá ekki allt of strangar reglur gagnvart þeim sem eiga hlutabréf og eru að vinna með fjármagn á markaðnum?