Eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra

Miðvikudaginn 28. apríl 2004, kl. 22:37:57 (7073)

2004-04-28 22:37:57# 130. lþ. 105.1 fundur 509#B eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra# (munnl. skýrsla), BH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur, 130. lþ.

[22:37]

Bryndís Hlöðversdóttir (andsvar):

Virðulegur forseti. Hv. þm. vitnaði til ræðu minnar þar sem ég vakti athygli á að markaðsráðandi staða væri ekki bönnuð samkvæmt íslenskum lögum. Það er misnotkunin sem er bönnuð. Hér er verið að banna markaðsráðandi fyrirtækjum með öllu að eiga svo mikið sem 1% hlut í ljósvakafyrirtækjum og það er það sem ég er að draga fram, virðulegi forseti, til útskýringar fyrir hv. þm. og spyr hann að því hvort hv. þm. sé orðinn svo ákafur stuðningsmaður hafta og afskipta í viðskiptalífinu að hann styðji slíkt ákvæði. Eru markaðsráðandi fyrirtæki svo stórhættuleg að þau megi alls ekki eiga eitt einasta prósent í ljósvakamiðlum?