Þróunarsjóður sjávarútvegsins

Fimmtudaginn 29. apríl 2004, kl. 21:34:18 (7247)

2004-04-29 21:34:18# 130. lþ. 106.13 fundur 786. mál: #A Þróunarsjóður sjávarútvegsins# (afnám gjalda) frv. 51/2004, Frsm. meiri hluta GHj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur, 130. lþ.

[21:34]

Frsm. meiri hluta sjútvn. (Guðjón Hjörleifsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og fram kom á fundi sjútvn. var ég látinn kanna hvort komnir væru útreikningar á veiðigjaldinu. Það var ekki búið að reikna það út, en svörin voru skýr, að tekjurnar verða töluvert hærri en veiðileyfagjaldið og þróunarsjóðsgjaldið. Þá erum við að tala um 850 millj. kr. á verðlagi 2002 eins og fram kemur í greinargerð.

Ég vil einnig árétta að ef útreikningar verða tilbúnir fyrir 3. umr. mun sjútvn. verða kölluð saman og ráðuneytismenn munu gera grein fyrir þeim. Það verður bara að koma í ljós hvenær 3. umr. verður og hvort embættismönnum tekst að hafa útreikningana tilbúna þá.