Útvarpslög og samkeppnislög

Mánudaginn 03. maí 2004, kl. 16:14:33 (7361)

2004-05-03 16:14:33# 130. lþ. 108.2 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 130. lþ.

[16:14]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Eins og fram kom í framsöguræðu minni áðan fyrir frv. lít ég þannig á að þær leiðir sem ríkisstjórnin velur og eru valdar í frv. séu mildar leiðir til að ná þeim markmiðum sem við teljum nauðsynleg. Þar sé farið í nákvæmlega sama far í öllum meginatriðum og gert er í öðrum löndum.

Nýlega bárust fréttir um að ríkisstjórn séra Kjells Magnes Bondeviks vildi fara sömu leið. Ég hef hvergi séð að nokkur maður hafi gengið fram fyrir skjöldu og sakað séra Kjell Magne Bondevik um að fara með ógnarstjórn í landi sínu eins og sumir hafa lagst svo lágt að gera hér á landi.