Útvarpslög og samkeppnislög

Mánudaginn 03. maí 2004, kl. 16:17:30 (7363)

2004-05-03 16:17:30# 130. lþ. 108.2 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 130. lþ.

[16:17]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég tel að þessar spurningar eigi ekki mikið erindi inn í umræðuna og séu ekki mikið innlegg í umræðuna hvaða fyrirtæki hefðu passað hér fyrir 20 árum. Ég hef enga sérstaka rannsókn gert á því og nefndin hefur ekki gert það.

Varðandi Ísfilm sáluga voru þær aðstæður uppi þá að menn töldu að það væri afskaplega erfitt, flókið og dýrt að koma upp öðru útvarpsfyrirtæki sem gæti keppt við Ríkisútvarpið. Sem betur fer hafa forsendur breyst og það er bæði léttbærara og ódýrara að gera slíka hluti. Allar forsendur, líka sem vörðuðu Ísfilm á sínum tíma, hafa að sjálfsögðu breyst.