Útvarpslög og samkeppnislög

Mánudaginn 03. maí 2004, kl. 16:21:02 (7367)

2004-05-03 16:21:02# 130. lþ. 108.2 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 130. lþ.

[16:21]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Það getur vel verið að einhver hafi hugsað með eftirfarandi hætti: Mjög varhugavert er að of fáir aðilar verði ráðandi um þátt fjölmiðla í skoðanamyndun samfélagsins. Slíkt skapar hættu á að ólíkum sjónarmiðum sé gert mishátt undir höfði og fjölmiðlarnir ræki ekki sem skyldi aðhalds- og gagnrýnishlutverk sitt.

Það var spurt hvort ekki væri ástæða til þess að takmarka sérstaklega möguleika aðila til eignarhalds á fjölmiðlum sem eru markaðsráðandi eða mjög umsvifamiklir á öðrum sviðum fyrirtækja.

Þetta er þáltill. sem hv. þm. Guðjón A. Kristjánsson flutti á þessu þingi. Hann var til skamms tíma, a.m.k. áður en ég fór til útlanda, formaður flokks þíns. Það kann að hafa breyst.

(Gripið fram í: Við höfum aldrei verið á móti umræðunni.)