Útvarpslög og samkeppnislög

Mánudaginn 03. maí 2004, kl. 16:21:58 (7368)

2004-05-03 16:21:58# 130. lþ. 108.2 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, SigurjÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 130. lþ.

[16:21]

Sigurjón Þórðarson (andsvar):

Herra forseti. Við höfum ekki verið á móti umræðunni í Frjálsl. Hæstv. forsrh. hefur náttúrlega lítið verið í þingsalnum, en hann hefur greinilega komist yfir þetta skjal. Við hefðum gjarnan viljað koma að vinnunni því það eru fáránleg vinnubrögð og lýðræðinu til skammar að ætla að setja lög með þessum hætti á fjölmiðla í landinu.

Ég lagði þá tillögu fram á fundi með forseta þingsins að við lengdum þingið a.m.k. um einn mánuð til að fara vel yfir þetta mikilsverða mál. Ég styð þá tillögu að við frestum málinu. Ég skil ekki hvað liggur á að afgreiða það. Ef á að afgreiða það á þessu þingi ættum við að taka okkur góðan tíma í það og a.m.k. einn mánuð. Er von á því að hæstv. forsrh. styðji það?