Útvarpslög og samkeppnislög

Mánudaginn 03. maí 2004, kl. 16:28:33 (7375)

2004-05-03 16:28:33# 130. lþ. 108.2 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 130. lþ.

[16:28]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég sé þetta fyrir mér með einföldum hætti, vegna þess að ég horfi ekki bara til þess eins og hv. þm. að það verði að vera fyrirtæki í markaðsráðandi stöðu sem fari með eignarhald í slíku fyrirtæki. Hér er sem betur fer gríðarlegur fjöldi fyrirtækja í landinu og einstaklingar sem ekki eru í markaðsráðandi stöðu geta átt dreifða eignaraðild, allt að 25% hlut, í fyrirtækjum af þessu tagi.

Ef menn hafa fjárfest í þessum fyrirtækjum, þeir sem nú hafa eignarhald á þeim, og ekki gert það í annarlegum tilgangi heldur vegna þess að þetta sé góður rekstur geri ég ráð fyrir því að fjöldi annarra geti keypt slíkan rekstur og komið að honum.

Ég tel enga ástæðu fyrir þingmenn til að mála skrattann á veginn hvað það varðar fyrir fram. (Gripið fram í: Hvað með lánin?)