Útvarpslög og samkeppnislög

Mánudaginn 03. maí 2004, kl. 16:57:32 (7383)

2004-05-03 16:57:32# 130. lþ. 108.2 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, PM (ber af sér sakir)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 130. lþ.

[16:57]

Páll Magnússon:

Herra forseti. Hv. þm. heldur því hér fram að við í Framsfl. tökum við skýrum fyrirmælum frá hæstv. forsrh. (Gripið fram í.) Mér finnst það þungar sakir og mjög ómálefnalegt og ódýr málflutningur. En það kemur auðvitað ekki á óvart að forustumaður Samfylkingarinnar forðist málefnalegar umræður og forðist að svara þeim spurningum (Gripið fram í: Er þetta málefnalegur ...?) sem ég lagði fyrir hann.

Ég vil ítreka, herra forseti, að formaður Samfylkingarinnar leggst afar lágt þegar hann bregst við andsvari mínu í þessari umræðu og heldur því fram að Framsfl. hafi ekki vilja í málinu og taki við einhvers konar fyrirskipunum úr forsrn. (Gripið fram í.)