Útvarpslög og samkeppnislög

Mánudaginn 03. maí 2004, kl. 17:37:36 (7394)

2004-05-03 17:37:36# 130. lþ. 108.2 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, BjörgvS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 130. lþ.

[17:37]

Björgvin G. Sigurðsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Frá Skagaströnd og til Sauðárkróks en þar býr og starfar ungur lögfræðingur, Jón Einarsson, sem jafnframt ritar í vefritið Maddömuna, sem er málgagn ungra framsóknarmanna og hefur verið vitnað til í umræðunni fyrr í dag. Þar er að finna mjög merkilega og vandaða grein sem heitir Lögfræðileg úttekt á fjölmiðlafrumvarpi og segir þar, með leyfi forseta:

,,Einnig er þar farið ofan í hvers vegna frumvarpið brýtur gegn grundvallarhugmyndafræði Framsóknarflokksins.``

Hér er að finna harkalega en þó málefnalega úttekt á frv. og mig langaði að fá viðhorf hæstv. heilbrrh. til málsins en í niðurstöðu og samantekt segir, með leyfi forseta:

,,Samkvæmt ofangreindu brýtur frumvarpið eins og það er núna gegn stjórnarskrá og alþjóðaskuldbindingum, hugmyndum um réttarríki og grundvallarhugmyndafræði Framsóknarflokksins. Það væri því slys, bæði pólitískt og lögfræðilega ef það yrði að lögum.``

Mig langar að fá viðhorf hæstv. ráðherra til þessarar skorinorðu lýsingar unga framsóknarmannsins á Sauðárkróki.