Útvarpslög og samkeppnislög

Mánudaginn 03. maí 2004, kl. 18:09:36 (7410)

2004-05-03 18:09:36# 130. lþ. 108.2 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, SigurjÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 130. lþ.

[18:09]

Sigurjón Þórðarson (andsvar):

Frú forseti. Ég er algjörlega ósammála hv. þm. að þetta sé ekki nefnd stjórnarflokkanna. Ég veit ekki betur en hæst forsrh. hafi einmitt kallað hana nefnd stjórnarflokkanna. Að segja að framkvæmdastjóri Framsfl. sé ekki fulltrúi flokksins, ég veit eiginlega ekki hvað hv. þm. er að fara, (DrH: Hún er ópólitísk.) er það ópólitísk nefnd?

Ég kannast a.m.k. ekki við að nokkur af þeim mönnum sem hv. þm. nefndi væri í Frjálsl., hvað þá í Vinstri grænum eða í Samf. Það væri fróðlegt að fá nánari útskýringu á þessu atriði hjá hv. þm.

Fram kom að það væri rúmur tími sem fyrirtækin hefðu til að aðlaga sig að bráðabirgðaákvæðinu, að þessum breyttu tímum. Ég get ekki séð annað en að hér sé um afturvirkt ákvæði að ræða og margir málsmetandi lögfræðingar eru mér sammála um að það sé í rauninni verið að kippa rekstrarleyfi af starfandi fyrirtækjum. Ég vil spyrja hv. þm. hvort hún telji það ekki afturvirkt ákvæði sem sviptir útgefin leyfi af fyrirtækum. Það væri fróðlegt að fá að heyra afstöðu hv. þm. til þess.