Útvarpslög og samkeppnislög

Mánudaginn 03. maí 2004, kl. 18:11:12 (7411)

2004-05-03 18:11:12# 130. lþ. 108.2 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, DrH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 130. lþ.

[18:11]

Drífa Hjartardóttir (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég held að hv. þm. hafi ekki skilið það sem ég var að segja áðan. Það sem ég vildi sagt hafa var að þetta voru ekki stjórnmálamenn. Ég veit ekki hvaða stjórnmálaskoðanir þeir ágætu menn sem voru í nefndinni hafa, (Gripið fram í: ... í Framsfl.) en ég lít svo á að hæstv. menntmrh. hafi valið þá ágætu menn vegna kunnáttu þeirra og fagþekkingar á málinu, það hafi verið þess vegna.

Síðan vil ég minna ágætan þingmann Frjálsl. á að á haustdögum var lögð fram till. til þál. um könnun á starfsumgjörð fjölmiðla þar sem Álfheiður Ingadóttir var 1. flm., ég var 2. flm., Guðjón A. Kristjánsson sá þriðji, Hjálmar Árnason sá fjórði og síðan var Steingrímur J. Sigfússon. Þessi nefnd fjallar nánast um það sama. Tillagan er í meðförum þingsins enn þá. (Gripið fram í.) Þess þurfti ekki vegna þess að umræða var komin af stað í menntmrn. um að þetta þyrfti að gera, nákvæmlega eins og gert hefur verið annars staðar í lýðræðislegum löndum í kringum okkur.