Útvarpslög og samkeppnislög

Mánudaginn 03. maí 2004, kl. 18:17:29 (7415)

2004-05-03 18:17:29# 130. lþ. 108.2 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, DrH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 130. lþ.

[18:17]

Drífa Hjartardóttir (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er nú ekki auðvelt að svara hv. þm. þar sem hann fer með umræðuna út og suður og ætlar mér að fara að meta skrif eftir eitthvert fólk úti í bæ. Það dettur mér alls ekki í hug. (MÞH: Þú ert með þessum flokki í ríkisstjórn.) Ég ber ábyrgð á því sem ég segi og vil bera ábyrgð með mínum flokki. Ég ber ekki ábyrgð á öðrum. Hv. þm. afbakar hér málið alveg með ólíkindum, eins og er gert úti í samfélaginu. Þar er þetta mál allt afbakað.

Ég er alveg sannfærð um það að eftir ekki mörg missiri mundu margir vilja þessa lilju kveðið hafa.

Hvað varðar mjólkurkvótann þá stendur ekki til að taka hann af bændum. (MÞH: Ég er að spyrja fyllilega réttmætra spurninga.)