2004-05-04 00:45:00# 130. lþ. 108.2 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, BjörgvS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 130. lþ.

[24:45]

Björgvin G. Sigurðsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Auðvitað á Samkeppnisstofnun að hafa slík tæki og tól í höndunum. Hún á að geta unnið gegn hringamyndun í öllum greinum samfélagsins og ætti það að gilda um fjölmiðla eins og önnur fyrirtæki í landinu. Það er kjarni málsins.

Ég ítreka hins vegar að hef tröllatrú á því að menn gefi markaðnum hverju sinni tækifæri til að sjá hvort hann leiðrétti sig ekki, leiðrétti ekki einhverjar skekkjur sem upp kunna að koma. Ég tek undir með hv. þm. Páli Magnússyni um að sú kennisetning frjálshyggjunnar á þann rétt að við gefum henni tækifæri og grípum ekki alltaf til örþrifaráða í hendingskasti ef okkur líkar ekki við eiganda fyrirtækis. Stóra spurningin er líka: Hvaða hús er það sem stendur í björtu báli? Hver er neyðin? Hver er váin? Hvaða læti eru þetta? Hvað liggur hæstv. forsrh. og Framsfl. á að sprengja upp og ganga á milli bols og höfuðs á Norðurljósum? Af hverju þessi læti?