2004-05-04 01:08:51# 130. lþ. 108.2 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, MÞH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 130. lþ.

[25:08]

Magnús Þór Hafsteinsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þm. fór um víðan völl í ræðu sinni sem mér fannst frekar loðin og fálmkennd á köflum, en samt sem áður hjó ég eftir nokkrum atriðum. Þegar hann var að reyna að réttlæta þá makalausu lagasetningu sem menn virðast ætla að stefna að á hinu háa Alþingi spurði hann eftir hverju væri að bíða og reyndi að færa rökstuðning fyrir því að mönnum lægi lífið á að koma lögunum í gegn hið allra fyrsta. Þá vil ég spyrja á móti: Hvers vegna má ekki bíða til haustmánaða og reyna að vanda lagasetninguna? Mér þætti vænt um að hv. þm. kæmi með rök fyrir því hvers vegna megi ekki bíða í fjóra til fimm mánuði og hefjast síðan handa við þessi lög. Ég er alveg sammála honum í því að það má líta á þetta með eignaraðild fjölmiðla, absalút.

Varðandi starfsfólk Norðurljósa. Hverjir komu starfsfólki Norðurljósa í þá stöðu sem það er í í dag?