2004-05-04 01:14:33# 130. lþ. 108.2 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, PM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 130. lþ.

[25:14]

Páll Magnússon (andsvar):

Herra forseti. Hæstv. heilbrrh., Jón Kristjánsson, flutti ræðu um þetta efni í dag og svaraði andsvörum um það og ég ætla ekki að fara að endurtaka það.

Það eru tvær meginástæður þess að grípa þarf til aðgerða og ég rakti þær í ræðu minni. Það er annars vegar meiri samþjöppun en áður á markaðnum og hins vegar sú staðreynd að markaðsráðandi fyrirtæki á fjölmörgum neytendamörkuðum í íslensku samfélagi á ráðandi hlut í fjölmiðlarisanum. Það var ekki uppi á teningnum árið 2000. Þess vegna er allt önnur staða en nokkurn tímann áður á fjölmiðlamarkaðnum og það er ekki síður ástæða þess að nauðsynlegt er að grípa til aðgerða á þessu sviði.