2004-05-04 01:22:39# 130. lþ. 108.2 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 130. lþ.

[25:22]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. hefur gert að umræðuefni það viðhorf sem ég hef reifað til úrræða samkeppnislaga til að taka á markaðsráðandi fyrirtækjum sem verða uppvís að því að brjóta ítrekað af sér með því að misnota aðstöðu sína. Hv. þm. hefur sakað mig um að skipa fyrirtækjum í flokka, að ég vilji ekki láta hið sama gilda um fjölmiðlafyrirtæki og um fyrirtæki í matvælarekstri. Ég hef sagt að ég telji að samkeppnislög eigi að duga til að ná yfir slíkt hjá fjölmiðlafyrirtækjum. Mig langar til að spyrja hv. þm.: Telur hann að samkeppnislög feli ekki í sér möguleika Samkeppnisráðs til þess að brjóta upp fyrirtæki ef þau brjóta af sér?