2004-05-04 02:10:44# 130. lþ. 108.2 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, DJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 130. lþ.

[26:10]

Dagný Jónsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hólið fyrir ræðu mína en ég vil segja að þetta hefur kannski verið dálítil oftúlkun eða mistúlkun hv. þm. Björgvins Sigurðssonar. (BjörgvS: Ég var að spyrja ...) Skoðun mín er sú að þetta frv. dragi ekki úr fjölbreytni og það er einnig skoðun mín að fjölmiðlar muni starfa áfram og að rekstrarumhverfi þeirra verði ekki breytt. Hugur minn stendur til þess að ganga eins langt og frv. kveður á um en ég tel líka alveg skýrt að í meðförum þingsins, þá í þeim nefndum sem um málið fjalla, verði kallaðir til gestir og jafnvel fengnar umsagnir. Þá er mjög mikilvægt að þau lagaatriði sem einhver vafi hefur leikið á um verði skýrð og það verði alveg á hreinu að frv. geti gengið eins langt og það gerir ráð fyrir.