2004-05-04 02:15:32# 130. lþ. 108.2 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, DJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 130. lþ.

[26:15]

Dagný Jónsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég er ekki í minnsta vafa um að þetta frv. muni ekki koma í veg fyrir þá gleðilegu fjölbreytni sem ríkir núna á fjölmiðlamarkaði á Íslandi. Tilgangur frv. er að koma í veg fyrir óæskilegar afleiðingar þeirrar samþjöppunar sem þegar er orðin, og orðið getur í framtíðinni. Það er einmitt tilgangur okkar.

Eins og ég segi eru ekki nema 3--4 mánuðir síðan fjölmiðlarisinn mikli varð til sem þingmönnum hefur orðið tíðrætt um í kvöld þannig að ég hef enga ástæðu til að ætla að þessi fjölbreytni muni minnka.