Útvarpslög og samkeppnislög

Þriðjudaginn 11. maí 2004, kl. 15:02:36 (7825)

2004-05-11 15:02:36# 130. lþ. 112.1 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, Frsm. meiri hluta BjarnB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 112. fundur, 130. lþ.

[15:02]

Frsm. meiri hluta allshn. (Bjarni Benediktsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil vekja athygli hv. þingmanns á því að þegar umsækjandi um útvarpsleyfið leggur fram umsóknina og er að láta kanna það hvort hann uppfylli skilyrðið ætti hann ekki að vera orðinn eigandi að eignarhlutnum. Að sjálfsögðu lít ég svo á að útvarpsréttarnefnd muni ekki horfa til veltu þess fyrirtækis sem í hlut á, þ.e. fjölmiðlafyrirtækis sem um er að ræða. Það væri fráleitt að leiða þá ályktun af ákvæðinu að mínu áliti.