Útvarpslög og samkeppnislög

Miðvikudaginn 12. maí 2004, kl. 22:38:33 (8036)

2004-05-12 22:38:33# 130. lþ. 113.1 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, SigurjÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur, 130. lþ.

[22:38]

Sigurjón Þórðarson (andsvar):

Frú forseti. Nú hafa fjölmargir og nær allir umsagnaraðilar um þetta mál sem við erum að fjalla um hér sagt að hugsanlega væri um stjórnarskrárbrot að ræða og brot á Evrópureglum. Þess vegna er eðlilegt að spyrja hvort hv. þm. Jóhann Ársælsson muni styðja það að þjóðin fái að greiða atkvæði um þetta mál og taki jafnvel undir og styðji forseta lýðveldisins í því að taka ákvörðun um að skrifa ekki undir þessi lög ef svo ólíklega vill til að meiri hlutinn sjái ekki að sér. En ég á enn von á því að menn sjái að sér og taki mark á þeim aðvörunum sem koma alls staðar að úr þjóðfélaginu. Ég ber enn þá von í brjósti að stjórnarliðar sjái að sér.