Útvarpslög og samkeppnislög

Miðvikudaginn 12. maí 2004, kl. 23:19:10 (8050)

2004-05-12 23:19:10# 130. lþ. 113.1 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, HjÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur, 130. lþ.

[23:19]

Hjálmar Árnason (andsvar):

Virðulegur forseti. Eins og hv. þm. veit stendur meiri hluti allshn. að nefndaráliti og það liggur fyrir að eftir þá breytingu sem gerð hefur verið styður þingflokkur Framsfl. þetta mál með einni undantekningu. (Gripið fram í: Hvað með ...?) Með einni undantekningu, sagði ég, og það þýðir ekki allur eins og fram hefur komið. Hv. þm. Kristinn H. Gunnarsson hefur lýst yfir andstöðu.

Hv. þm. spyr hvort það eigi að setja hér einhverjar takmarkandi reglur. Ég hef ekki heyrt eitt orð frá honum um hvernig eigi að gera það. (Gripið fram í: Jú.) Mér finnst hv. þingmaður jafnvel (Gripið fram í.) gefa það í skyn að fyrst ástandið sé svona eigum við ekki að hjóla í þá sem þegar hafa komið sér fyrir, eða með hvaða hætti vill hv. þm. gera það? Það má ekki gera það svona. Ef það á að brjóta upp einhverjar keðjur og setja takmarkanir kann það að koma við kaunin á einhverjum. En ég heyri ekki að hv. þingmaður hafi lausnina á því. (ÖJ: Á ekki að ... þingflokksformann ...?)