Útvarpslög og samkeppnislög

Miðvikudaginn 12. maí 2004, kl. 23:41:25 (8069)

2004-05-12 23:41:25# 130. lþ. 113.1 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, HjÁ (ber af sér sakir)
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur, 130. lþ.

[23:41]

Hjálmar Árnason:

Virðulegur forseti. Ég túlka síðustu orð hv. þm. Össurar Skarphéðinssonar þar sem hann kemur og ber af sér sakir þannig að hann hafi ekki skipt um skoðun. Vilji hann ekki grípa til aðgerða sem hann kallaði eftir hlýtur hann að vera sáttur við stöðuna á markaði í dag, hvort heldur er fjölmiðlamarkaður, matvælamarkaður eða annað. (ÖS: Ég er það ekki.) Sé hann ekki sáttur væri fróðlegt að heyra til hvaða aðgerða hann vildi grípa. Ég mun hlusta á það í ræðu hans. (ÖS: Ég verð að ...)

(Forseti (HBl): Ekki meir. Má ég biðja hv. þingmann að muna að hér er um efnislegar umræður að ræða. Ég bið hv. þingmann að taka tillit til forseta.)