Útvarpslög og samkeppnislög

Fimmtudaginn 13. maí 2004, kl. 21:02:51 (8120)

2004-05-13 21:02:51# 130. lþ. 114.1 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, Forseti BÁ
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 130. lþ.

[21:02]

Forseti (Birgir Ármannsson):

Hv. þm. spyr hversu lengi eigi að halda áfram. Ég tel að það sé ekki ljóst. Hins vegar hafa hv. þm. verið varaðir við því að umræður gætu dregist. Hér eru margir á mælendaskrá. Þessi umræða um fundarstjórn forseta hefur staðið í hálfa klukkustund og tíu hv. þingmenn tekið til máls. Ræður um fundarstjórn forseta í umræðum um útvarpslög og samkeppnislög teljast nú orðnar um hundrað. (GÁS: Hefðu komið svör, hefði hún styst.)

Ég bendi á að því lengur sem umræður um fundarstjórn forseta standa því meiri hætta er á að umræður dragist fram á nóttina.