Útvarpslög og samkeppnislög

Fimmtudaginn 13. maí 2004, kl. 22:13:23 (8133)

2004-05-13 22:13:23# 130. lþ. 114.1 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, KHG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 130. lþ.

[22:13]

Kristinn H. Gunnarsson (andsvar):

Herra forseti. Ég held að þeir einstaklingar sem standa að baki þeim fyrirtækjum og eiga þau, að þessi ákvæði beinist eiginlega gegn þeim. Þeir eru sviptir tjáningarfrelsi sínu með því að þeim er meinað að nýta sér stöðu sína til að koma sjónarmiðum sínum eða einhverju því að sem þeir vilja taka upp með því að eiga fyrirtæki sem stunda þennan rekstur. Ég held að ekki verði hægt að greina á milli fyrirtækisins og einstaklingsins sem síðan á þessi bréf.