Útvarpslög og samkeppnislög

Föstudaginn 14. maí 2004, kl. 11:46:31 (8166)

2004-05-14 11:46:31# 130. lþ. 115.1 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 130. lþ.

[11:46]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Það er vandlifað á forsetastóli þegar annars vegar er kvartað yfir því að forseti sýni ræðumönnum ekki umþóttun og svigrúm og svo þegar hann gerir það er kvartað yfir því á sama hátt.

Fundi var frestað að beiðni hv. þm. Steingríms J. Sigfússonar og þess freistað að ná fundi forsrh. á þessum 10 mínútum. Forseti hefur gert það sem hann hefur getað í þeim efnum. Hann hefur hins vegar ekki boðvald yfir einstökum ráðherrum eða einstökum þingmönnum. Lengra kemst forseti ekki í tilraunum sínum þannig að þingmönnum sé það ljóst.