Útvarpslög og samkeppnislög

Föstudaginn 14. maí 2004, kl. 11:56:01 (8172)

2004-05-14 11:56:01# 130. lþ. 115.1 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 130. lþ.

[11:56]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti hefur hlýtt af mikilli athygli á beiðnir hv. þingmanna. Þær eru svo sem ekki nýjar af nálinni í þeirri umræðu sem nú er á fjórða degi og allir þeir forsetar sem hér hafa stýrt fundi hafa reynt eftir fremsta megni að koma til móts við óskir þingmanna um viðveru hæstv. ráðherra eða einstakra þingmanna eftir efnum. Stundum tekst það og stundum tekst það ekki.

Nú háttar þannig til að ekki er hægt að verða við þeirri bón hv. þm. Steingríms J. Sigfússonar að fá tilgreinda ráðherra til fundarins og lengra getur forseti ekki gengið í þeim efnum. Forseti hefur ekki í augnablikinu tölur um fjölda þeirra ræðumanna sem tekið hafa þátt í umræðunni fram að þessu en einir 20 eru enn á mælendaskrá. Forseti telur því brýnt að umræðunni vindi fram eins og hún hefur gert fram að þessu þannig að það liggi ljóst fyrir, og mun ekki fresta fundi.