Útvarpslög og samkeppnislög

Laugardaginn 15. maí 2004, kl. 15:26:58 (8262)

2004-05-15 15:26:58# 130. lþ. 116.3 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, SKK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 130. lþ.

[15:26]

Sigurður Kári Kristjánsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil segja það sama við hv. þm. Guðjón A. Kristjánsson og við hv. þm. Ögmund Jónasson. Ég verð að biðja þingmanninn um að leggja mér ekki orð í munn. Ég sagði að stjórnarandstaðan hefði jú vitnað í tiltekin rit og hótað því að lesa hér upp heilu bækurnar en hins vegar hefðu þeir guggnað á því þegar kom að því að hefja upplesturinn.

En þingmaðurinn svaraði ekki spurningu minni. Ég spurði: Hvað hefur breyst? Hver er munurinn á þeirri löggjöf sem hér var vikið að, SPRON-löggjöfinni, og því frumvarpi. sem hér er til umræðu, að því gefnu --- sem ég er nú ekki sammála --- að um sértæk lög sé að ræða? Hver er munurinn á afstöðu Frjálslynda flokksins til þessa máls og SPRON málsins? Byggir hann á því að þeir hafi kúvent varðandi afstöðu sína til sértækra laga eða skiptir máli hvaða fyrirtæki á í hlut?