Útvarpslög og samkeppnislög

Laugardaginn 15. maí 2004, kl. 16:08:08 (8276)

2004-05-15 16:08:08# 130. lþ. 116.3 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 130. lþ.

[16:08]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Það var ánægjulegt að heyra þingmann stjórnarliðanna koma hér upp, tala um þetta mál og viðurkenna að það kæmi við stjórnarskrána, þ.e. hann útlistaði hér að meðalhófs væri gætt en jafnframt viðurkennir hann auðvitað að það eigi við núna, þetta ákvæði, um 73. gr. stjórnarskrárinnar og komi þess vegna við stjórnarskrána. Aðrir þingmenn Sjálfstfl. hafa ekki viðurkennt það í ræðustól. Það hlýtur þá að vekja ýmsar spurningar en ég ætla ekki að spyrja um það meira núna. Ég ætla hins vegar að spyrja hv. þingmann hvort hann telji að tveggja milljarða markið eigi að finna út með því að bæta við eignarhlut viðkomandi fyrirtækis í fjölmiðlun.