Útvarpslög og samkeppnislög

Laugardaginn 15. maí 2004, kl. 16:28:34 (8282)

2004-05-15 16:28:34# 130. lþ. 116.3 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 130. lþ.

[16:28]

Dómsmálaráðherra (Björn Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Það byrja alltaf sömu lætin þegar ég kem í ræðustólinn og alltaf sama fólkið sem öskrar á mig þegar ég kem í ræðustólinn. Ég held að herra forseti verði að fara að gera einhverjar sérstakar ráðstafanir svo ég fái málfrelsi.

Varðandi það sem hv. þm. sagði þá held ég að það breyti engu um sannfæringu hans eða mína þó að málinu sé gefinn lengri frestur. Það kom fram áður í umræðunni að við erum sammála um að málið brýtur ekki í bága við stjórnarskrána og það má kannski hallast að því með hv. þm. að fleiri muni komast á þá skoðun okkar ef lengri tími gæfist því hv. þm. hefur komist á þá skoðun núna í meðferð málsins en mér heyrist nú að þau ómálefnalegu sjónarmið sem hafa komið fram frá andstæðingum frv. verði ekki til þess að hagga þeirri skoðun þeirra.