Útvarpslög og samkeppnislög

Laugardaginn 15. maí 2004, kl. 16:36:59 (8290)

2004-05-15 16:36:59# 130. lþ. 116.3 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, Frsm. minni hluta BH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 130. lþ.

[16:36]

Frsm. minni hluta allshn. (Bryndís Hlöðversdóttir) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég get ekki annað en haft áhyggjur af líðan hæstv. dómsmrh. því að hann kýs að draga inn í umræðuna mál sem kemur nákvæmlega ekkert við efni þess frv. sem hér er verið að ræða. Hann hlýtur, virðulegi forseti, að hafa þann tilgang einan að draga athyglina frá efni málsins og frá þeirri pínlegu stöðu sem ríkisstjórnin er í vegna þessa máls, drepa umræðunni þannig á dreif. Það er ekkert annað sem hæstv. dómsmrh. er að gera. Ég verð að segja að ég hef áhyggjur af því að svo illa skuli vera komið fyrir honum að hann hafi ekki betri rök fram að færa í ræðum sínum á hinu háa Alþingi.