Útvarpslög og samkeppnislög

Laugardaginn 15. maí 2004, kl. 17:27:29 (8304)

2004-05-15 17:27:29# 130. lþ. 116.3 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, Frsm. meiri hluta BjarnB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 130. lþ.

[17:27]

Frsm. meiri hluta allshn. (Bjarni Benediktsson) (andsvar):

Frú forseti. Ég nefndi þetta og varpaði þessari spurningu fram fyrst og fremst vegna þess að þetta er ekki leiðin sem verið er að fara í frv., þar er farin önnur leið, sjónum er beint sérstaklega að eignarhaldinu.

En hv. þm. vill fyrst og fremst treysta á Samkeppnisstofnun og samkeppnislög og því hlýtur maður að kalla eftir því hvort honum þyki 63% eignarhlutdeild í kjölfar samruna á frjálsum markaði fyrir ljósvaka og dagblöð áhyggjuefni. Ef 63% er ekki áhyggjuefni hvað þarf þá mikið að koma til að hans mati til að samkeppnisyfirvöld eigi að fara að grípa inn í? Vill hv. þm., ef samkeppnislög eiga ekki við um það tilvik sem við höfum núna ljóslifandi fyrir framan okkur, að samkeppnislögunum verði breytt á þann veg að þau tækju til tilvika af þessu tagi?