Dýralæknar og heilbrigðisþjónusta við dýr

Þriðjudaginn 18. maí 2004, kl. 10:29:01 (8523)

2004-05-18 10:29:01# 130. lþ. 119.8 fundur 840. mál: #A dýralæknar og heilbrigðisþjónusta við dýr# (Vestmannaeyjabær) frv. 49/2004, Frsm. DrH
[prenta uppsett í dálka] 119. fundur, 130. lþ.

[10:29]

Frsm. landbn. (Drífa Hjartardóttir):

Herra forseti. Hér er til 2. umr. frv. til laga um breytingu á lögum nr. 66/1998, um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, með síðari breytingum.

Þetta er mjög einfalt mál. Frumvarp þetta er lagt fram í þeim tilgangi að gera nauðsynlegar breytingar á lögum nr. 66/1998. Þau mistök urðu við setningu laganna að Vestmannaeyjabær er hvorki tilgreindur í ákvæði 11. gr. um skipan héraðslæknaumdæma sem ætlað er að ná yfir allt landið né í ákvæði 12. gr. um vaktsvæði dýralækna. Með frumvarpinu er lagt til að Vestmannaeyjabær heyri undir umdæmi héraðsdýralæknis í Suðurlandsumdæmi, sbr. 14. tölul. 1. mgr. 11. gr. laganna, en það er eðlileg ráðstöfun miðað við legu Vestmannaeyja. Þá er einnig lagt til að vaktsvæði dýralæknis Árnessýslu nái yfir Vestmannaeyjabæ.