Lokafjárlög 2000

Þriðjudaginn 18. maí 2004, kl. 11:44:54 (8543)

2004-05-18 11:44:54# 130. lþ. 119.12 fundur 326. mál: #A lokafjárlög 2000# frv. 100/2004, Frsm. 1. minni hluta EMS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 119. fundur, 130. lþ.

[11:44]

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Einar Már Sigurðarson) (andsvar):

Frú forseti. Ég ætla ekki að fullyrða um það hvernig við fjölluðum nákvæmlega um þetta í fjárln. Við ræddum þetta auðvitað fram og til baka. Ég held að það hafi samt sem áður legið fyrir að þarna var ákveðinn vandi. Ég viðurkenni að þegar við fórum að skoða þetta nánar fannst mér þetta vera mun alvarlegra heldur en maður upplifði til að byrja með í nefndinni. Það er vegna þess að maður hélt að það næðist að hreinsa þetta upp og í lokafjárlögum 2002 næðist hugsanlega utan um þetta. Við værum þá að samþykkja öll þessi lokafjárlög í einum pakka. Nú liggur fyrir að svo verður ekki. Við munum samþykkja, miðað við það sem hér er uppálagt, lokafjárlög fyrir árið 2000 og lokafjárlög fyrir árið 2001, en lokafjárlög fyrir árið 2002 munu bíða haustsins. Ég fagna því að hv. þm. telur eðlilegt að við skoðum þetta á milli 2. og 3. umr. og við reynum að gefa okkur tíma til að athuga hvort ekki sé hægt að lagfæra orðalagið í 3. gr. þannig að þingheimur standi ekki frammi fyrir því að staðfesta rangan reikning. Ég held að ekki sé boðlegt þinginu að gera slíkt. Það verður að reyna að lagfæra orðalag 3. gr. svo að það sé raunverulega þingtækt að samþykkja þá grein um leið og 1. og 2. gr. verða samþykktar.