Uppfinningar starfsmanna

Þriðjudaginn 18. maí 2004, kl. 13:48:26 (8557)

2004-05-18 13:48:26# 130. lþ. 119.20 fundur 313. mál: #A uppfinningar starfsmanna# frv. 72/2004, SigurjÞ
[prenta uppsett í dálka] 119. fundur, 130. lþ.

[13:48]

Sigurjón Þórðarson:

Herra forseti. Við erum að ræða uppfinningar starfsmanna. Ég ætla ekki að verða allt of langorður um þetta mál. Ákaflega góð samstaða var um málið í nefndinni og ég þakka formanni nefndarinnar fyrir gott starf og fyrir að halda vel utan um fundina.

Frv. fjallar um að það sé verið að búa til ramma utan um hvernig eigi að fara með uppfinningar starfsmanna og tryggja annars vegar hagsmuni fyrirtækjanna og hins vegar hagsmuni starfsmannanna. Í stuttu máli má segja að menn fóru af stað með ófrávíkjanleg ákvæði í þessu frv. en niðurstaðan var að þau eru orðin víkjanleg. Það var gert til að tryggja hag þeirra fyrirtækja sem sérhæfa sig í þekkingarleit, hátæknifyrirtækjanna.

Ég tel að frv. sé að mörgu leyti ágætt og vil enn og aftur ítreka þakkir til þeirra sem stóðu að þessu starfi í nefndinni.