Útvarpslög og samkeppnislög

Miðvikudaginn 19. maí 2004, kl. 12:10:02 (8657)

2004-05-19 12:10:02# 130. lþ. 120.19 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, utanrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur, 130. lþ.

[12:10]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (andsvar):

Frú forseti. Ég ber svo mikla virðingu fyrir stjórnarskránni að ég er aldrei alveg öruggur með hana. (Gripið fram í.) (Gripið fram í: ... alltaf í vafa?) Alltaf í einhverjum vafa. Ég heyri hins vegar að þingflokksformaður Vinstri grænna, hv. þm. Ögmundur Jónasson, er nokkurn veginn alveg viss. Það er eins og það er.

Ég hef hins vegar sagt að ég vilji aldrei útiloka það að það reyni á ákvæði stjórnarskrárinnar í sambandi við túlkun. Ég tel mig hafa fullan rétt á því að hafa þá skoðun á Alþingi sem ég hef, með mikilli virðingu fyrir stjórnarskránni, enda þótt ég sé ekki 100% viss um hvernig það á að vera sem aldrei hefur reynt á. Ég veit ekki um nokkurn lögfræðing sem hefur sagt að það sé alveg öruggt að allt standist. (Gripið fram í: Davíð.)