Útvarpslög og samkeppnislög

Föstudaginn 21. maí 2004, kl. 22:01:07 (8777)

2004-05-21 22:01:07# 130. lþ. 121.11 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur, 130. lþ.

[22:01]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ræða hv. þm. var um margt athyglisverð. Það eru tvær spurningar sem mig langaði að bera upp við hv. þm.

Hann talaði um að nauðsynlegt væri að höggva á hnútinn. Hann talaði um að fjölmiðlum væri beitt látlaust. Hv. þm. vísaði til kosninga og talaði einnig um eða vísaði til dagblaða í eigu keðju sem hann gerði talsvert að umræðuefni. Ég skildi hv. þm. þannig að hann væri fyrst og fremst að tala um dagblöð í eigu þessarar keðju, að þeim væri beitt látlaust, væntanlega í stjórnmálum og þá væntanlega gegn Sjálftsfl. Ég held, virðulegi forseti, að þessi ræða verði ekki skilin á annan hátt. Það er aðallega verið að bregðast við því með þessum lögum.

En mig langaði að spyrja hv. þm., (Forseti hringir.), virðulegi forseti: Hvað gerir Sjálfstfl. ef þeir halda áfram að skrifa eins og þeir hafa gert hingað til?