Útvarpslög og samkeppnislög

Föstudaginn 21. maí 2004, kl. 22:04:48 (8780)

2004-05-21 22:04:48# 130. lþ. 121.11 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, GunnB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur, 130. lþ.

[22:04]

Gunnar Birgisson (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er enginn að tala um að stöðva þessi dagblöð. Ég er bara að lýsa því hvernig þetta var, virðulegi forseti, síðasta vor. (LB: Þú varst að lýsa því ...) og það er enginn að tala um að stöðva þessi dagblöð.

En það er mjög merkilegt að hlusta á hv. þm., sem er boðberi sósíaldemókratískrar stefnu, eða hvað? Eða er hann kominn hægra megin við Frjálsl. eða hvar er hann staddur, virðulegi forseti? (LB: Ég vil bara ritfrelsi og málfrelsi.) Vill hv. þm. ekki stuðla að aukinni valddreifingu í þessum geira? Þessi lög eru hugsuð til að auka valddreifingu í þessum geira. Þannig er hugsun þessara laga.

Það sem ég hef verið að segja hér varðandi hvernig þessir fjölmiðlar hafa oft hagað sér (Gripið fram í.) eru bara staðreyndir sem allir geta lesið og séð, þeir sem vilja og eru ekki blindir eða heyrnarlausir, virðulegi forseti.