Útvarpslög og samkeppnislög

Föstudaginn 21. maí 2004, kl. 22:08:24 (8783)

2004-05-21 22:08:24# 130. lþ. 121.11 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, EKH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur, 130. lþ.

[22:08]

Einar Karl Haraldsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hef ekki verið á þingi í allan vetur. Ég kom hér inn sem varamaður. Samt tókst mér að verða þess áskynja að Samf. lagði hér fram tillögur um gegnsæi í fjölmiðlun, sjálfstæði ritstjórna og vernd heimildarmanna. Ég veit ekki hvort hv. þm. Gunnar Birgisson hefur verið ýkja mikið meira á þingi en ég í vetur en ég hef a.m.k. fylgst með þessari umræðu. Ég hef ekki séð hann fyrr í þessari umræðu hér.

Ég hef heyrt og lagt fram margar tillögur sem eru verðar umhugsunar og væru þess virði að við sætum yfir því í sumar og fram á næsta vetur að móta almenn, skynsamleg fjölmiðlalög sem yrðu til gagns fyrir allan almenning á Íslandi og fjölmiðlana sjálfa.