Útvarpslög og samkeppnislög

Mánudaginn 24. maí 2004, kl. 13:58:59 (8861)

2004-05-24 13:58:59# 130. lþ. 123.1 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, JBjart (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur, 130. lþ.

[13:58]

Jónína Bjartmarz:

Herra forseti. Ég styð hið yfirlýsta markmið þessa frv. Ég studdi framlagningu frv. og mér þótti einsýnt að það tæki breytingum í meðförum þingsins. Ég hef staðið að og stutt þær grundvallarbreytingar sem á frv. hafa verið gerðar. Ég er þó ekki sannfærð um að frv. í þeirri breyttu mynd standist gagnvart stjórnarskránni og ég á ekki annan kost, herra forseti, en að láta stjórnarskrána njóta vafans. Þess vegna, herra forseti, get ég ekki stutt frv. og greiði því ekki atkvæði mitt.