Búnaðarfræðsla

Fimmtudaginn 27. maí 2004, kl. 22:38:18 (9283)

2004-05-27 22:38:18# 130. lþ. 129.24 fundur 879. mál: #A búnaðarfræðsla# (Landbúnaðarháskóli Íslands) frv. 71/2004, GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 130. lþ.

[22:38]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Er þá hugmyndin á bak við þessa setningu um deildaskiptinguna sú að þetta verði deildaskipt eftir greinum eins og t.d. garðyrkjunni, rannsóknastarfseminni eða öðrum landbúnaðarfræðum? Það er bara það sem ég er að fiska eftir, hvaða hugleiðingar eða umræður fóru fram á bak við þessa setningu í nál.