Framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum

Föstudaginn 28. maí 2004, kl. 14:42:47 (9392)

2004-05-28 14:42:47# 130. lþ. 130.11 fundur 1000. mál: #A framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum# (samningur um mjólkurframleiðslu 2005--2012) frv. 61/2004, AKG (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 130. lþ.

[14:42]

Anna Kristín Gunnarsdóttir (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Samf. lýsir furðu sinni á þeim hraða sem hafður var á við þinglega meðferð frv. sem hér um ræðir, um framleiðslu, sölu og verðlagningu búvara. Við minnum á að núgildandi samningur rennur ekki út fyrr en 1. sept. 2005.

Í ljósi þeirrar umræðu sem hér varð í nótt sem leið og yfirlýsinga hæstv. landbrh. um að hann hyggist treysta sess verðlagsnefndar og efla eftirlit með að samningurinn komi neytendum til góða mun Samf. styðja frv. Samf. mun fylgjast vel með að hæstv. ráðherra standi við yfirlýsingu sína og að hagsmunir neytenda verði ekki fyrir borð bornir á gildistíma samningsins.