Framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum

Föstudaginn 28. maí 2004, kl. 14:43:44 (9393)

2004-05-28 14:43:44# 130. lþ. 130.11 fundur 1000. mál: #A framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum# (samningur um mjólkurframleiðslu 2005--2012) frv. 61/2004, GAK (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 130. lþ.

[14:43]

Guðjón A. Kristjánsson (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Það er mikilvægt að halda landinu í byggð og tryggja búsetu í landinu. Það er einnig mikilvægt að framleiða heilbrigða og góða vöru fyrir neytendur.

Það er samt svo, virðulegi forseti, að umhverfi landbúnaðarins er að breytast. Það þarf að skoða þennan samning hygg ég fyrr en seinna, m.a. með tilliti til greiðslufyrirkomulagsins sem í honum er. Ég tel m.a. að það hefði átt að skoða sérstaklega fyrirkomulagið hvað varðar svokallaðar gripagreiðslur. Ég tel að þeir sem þróað hafa búskap sinn yfir í hrein holdanautabú hefðu átt að koma fyrr inn í málið en gert ráð fyrir í samningnum. En Frjálsl. styður þetta mál.